,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 7. desember 2025 15:02 Nú nálgast jólin óðfluga, landinn keppist við að kaupa jólagjafir og ,,strauja“ kort og vefsíður, í leit að hinni einu sönnu lukku. Það virðist allt vera í sómanum (að mestu leyti) hjá níundu ríkustu þjóð heims, sem blessunarlega hefur nánast alveg sloppið við stríð og þær hörmungar sem fylgja þeim. Í Úkraínu búa landsmenn sig hins vegar undir fjórðu ,,stríðsjólin“ – eftir innrás Rússa og Vladimírs Pútíns í lok febrúar árið 2022. Deilan eða átökin voru hins vegar búin að standa alveg frá 2014 í afmörkuðu formi í A-hluta landsins (Donbas), en látum það eiga sig í bili. Gífurlegt mannfall Mannfallið er gífurlegt. Samkvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) hafa um 14.500 íbúar Úkraínu fallið frá innrás og um fimmtíu þúsund særst. Mannfall meðal hermanna er hrikalegt. Talið er að Úkraína hafi mögulega misst á bilinu 45.000-100.000 hermenn, en að Rússar hafi misst allt að 150.000 til 250.000 hermenn, jafnvel fleiri. Áreiðanleiki talna er mun minni frá Rússlandi, þar sem það samfélag hvílir nú á stoðum alræðis, lyga og blekkinga og þar sem falsanir og upplýsingaóreiða eru daglegt brauð. Þetta glapræði sem KGB-foringinn, Pútín, kastaði Rússlandi út í árið 2022, mun sverta minningu hans um ókomna tíð. Þegar hann fellur frá (Pútín er fæddur 1952) verður þetta það sem hans verður minnst fyrir. Ekki hvað hann byggði Rússland vel upp og skapaði mikla velmegun fyrir þetta ríka land. Rússar eiga sennilega eftir að súpa seyðið af þessari hörmungarákvörðun um innrás á næstu áratugum. Það tekur nefnilega yfirleitt langan tíma fyrir samfélög að jafna sig eftir mikil stríðsátök, áhrifin eru margvísleg. Margar af stærstu árásum stríðsins hafa verið á þessu ári og virðist enn vera nóg til af ,,græjum“ í vopnabúri Pútíns. Drónar eru í stóru hlutverki. Mannfallið á fyrstu tíu mánuðum þessa árs vegna árása Rússa var þegar orðið nú í nóvember um fjórðungi meira en allt síðasta ár, samkvæmt tölum SÞ. Pútín virðist einnig geta dælt hermönnum á víglínuna og fórnað þeim miskunnarlaust. Öll gagnrýni á stríðið er bönnuð og fólki hent í fangelsi fyrir að nota orðið ,,stríð“ í opinberri umræðu. Kúgunin er alger. Segist vilja frið Bóndinn í Kreml þykist vilja frið. En miðað við hernað hans á síðustu vikum er allt tal hans um frið er beinlínis hjákátlegt og til þess eins að slá ryki í augu manna. Enda segja sumir að um leið og stríðinu ljúki, þá þýði það endalok Pútíns. Stríðið sé því einfaldlega spurning um að Pútín sjálfur haldi lífi. Yfirlýsingar hans þess efnis síðustu daga um að ,,ef Evrópa vilji stríð, þá sé Rússland tilbúið“ eru líka auðvitað út í hött, en sýna svart á hvítu stórhættulegan þankagang hjá leiðtoga eins mesta kjarnorkuveldis heims. Það vantar að minnsta kosti ekki kjaftinn á hann. Og það vildi enginn nema hann þetta stríð. Þá eru kröfur hans í sambandi við ,,friðinn“ einnig auðvitað út í hött og virðast vera smíðaðar í Kreml en ekki Washington. Það versta í þessu er samt sú staðreynd að Bandaríkjamenn virðast kokgleypa þetta. Þeir hafa hingað til í raun haldið í sínum einfeldningshætti að hægt sé að enda þetta stríð nánast eins og að skrúfa fyrir vatnskrana eða ,,loka“ fasteignasamningi. Veruleikinn er mun flóknari en það. Að auki er Pútín almennt búinn að mála sig útí horn, eða hvernig á hann að semja frið við land og stjórnvöld sem hann viðurkennir að séu ekki til? Um leið og hann sest niður með Zelenský, forseta Úkraínu (og ef það gerist) viðurkennir hann auðvitað lögmætt vald aðila sem hann í raun hatar og vill feigan. Þeim lygum er einnig reynt að halda að okkur að Rússlandi ,,gangi svo vel“ í stríðinu og að þeir séu að hertaka risastór svæði í Úkraínu. Slíkt er fjarri raunveruleikanum og það er helst að frétta af víglínum Úkraínu að þær hreyfast lítið sem ekkert. Þetta er því ,,kyrrstöðustríð“ að lang stærstum hluta. Rústað fyrst, svo hertekin Sem dæmi má taka smáborgina Pokrovsk i Donbas-héraði (sem Pútín vill fá, en ræður ekki einu sinni yfir að fullu!). Þar bjuggu fyrir innrás um 60.000 manns (1/3 stærri en Kópavogur). Það er búið að taka Rússa um eitt og hálft ár að hertaka þennan stað, sem var talinn hernaðarlega mikilvægur, meðal annars vegna samgönguleiða. Nú sé eyðileggingin það mikil að hið hernaðarlega mikilvægi sé mun minna, eða nánast ekkert (The Guardian, 2.desember, 2025). Svo er það í raun ekki á hreinu hvort Rússar séu yfirhöfuð búnir að ná Pokrovsk á vald sitt, en bara á þessum stað er talið að þeir hafi misst tugi þúsunda hermanna og Úkraínumenn talsverðan fjölda líka. Pokrovsk er nú nánast rústir einar, það er taktík Rússanna; að sprengja allt í tætlur og taka rústirnar svo yfir. Talið er að um 7000 íbúar séu eftir í Pokrovsk. Menningarlegar þjóðernishreinsanir Í lok nóvember gaf Pútín út forsetatilskipun sem vakið hefur nokkra athygli og sænska dagblaðið Dagens Nyheter sagði meðal annars frá. Í henni er fyrirskipað að úkraínska skuli ekki kennd á hernumdum svæðum og að þar fái enginn að kalla sig ,,Úkraínumann“ eða kenna sig við Úkraínu. Þá er það áfram svo að allir á hernumdum svæðum þurfa að vera með rússnesk vegabréf, annars fá þeir enga opinbera þjónustu. Í tilskipun Pútíns segir einnig að skólar eigi að uppfóstra börn samkvæmt ,,rússneskum þjóðernisgildum“ og innræta þeim hollustu gagnvart Rússlandi. Markmiðið er að árið 2036 verði um 95% af íbúunum orðnir ,,rússneskir“ og skilgreini sig sem slíka. Þetta er auðvitað allt gert til þess að afmá öll úkraínsk einkenni og mætti kalla þetta ,,menningarlegar þjóðernishreinsanir.“ Svona vinnur ,,friðardúfan“ Pútín, sem enn stefnir að því að hertaka alla Úkraínu og eyða öllu sem úkraínskt er. Eins og staðan er núna er í raun engar líkur á friði, eða að minnsta kosti litlar. Báðir aðilar gera i raun kröfur sem hinn aðilinn getur ekki eða vill ekki samþykkja. Það er til lítils að senda fasteignasala frá New York, með enga reynslu af alþjóðasamskiptum, í kjaftinn á leyniþjónustumanninum Pútín, sem nánast allan sinn feril hefur fengist við svik og undirróðursstarfsemi. Enda leikur Pútín sér að þessu, lætur menn bíða fram úr hófi og heldur þeim klukkustundum saman við eitthvað sem á að kallast ,,friðarviðræður“. Þetta er auðvitað bara leiksýning, en einnig skýrt merki um hnignun Bandaríkjanna um þessar mundir. Þetta er enn ein sorglega hliðin á þessu máli. Þess vegna skiptir það miklu máli að Evrópa nái að þétta raðirnar og tefla fram sínum styrk til hjálpar Úkraínu í þessu mesta stríði í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það mun þó sennilegast halda áfram að ,,malla“ á næsta ári eða árum, með tilheyrandi hörmungum fyrir báðar þessar merku þjóðir. Höfundur er MA í A-Evrópufræðum frá Uppsalaháskóla og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú nálgast jólin óðfluga, landinn keppist við að kaupa jólagjafir og ,,strauja“ kort og vefsíður, í leit að hinni einu sönnu lukku. Það virðist allt vera í sómanum (að mestu leyti) hjá níundu ríkustu þjóð heims, sem blessunarlega hefur nánast alveg sloppið við stríð og þær hörmungar sem fylgja þeim. Í Úkraínu búa landsmenn sig hins vegar undir fjórðu ,,stríðsjólin“ – eftir innrás Rússa og Vladimírs Pútíns í lok febrúar árið 2022. Deilan eða átökin voru hins vegar búin að standa alveg frá 2014 í afmörkuðu formi í A-hluta landsins (Donbas), en látum það eiga sig í bili. Gífurlegt mannfall Mannfallið er gífurlegt. Samkvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) hafa um 14.500 íbúar Úkraínu fallið frá innrás og um fimmtíu þúsund særst. Mannfall meðal hermanna er hrikalegt. Talið er að Úkraína hafi mögulega misst á bilinu 45.000-100.000 hermenn, en að Rússar hafi misst allt að 150.000 til 250.000 hermenn, jafnvel fleiri. Áreiðanleiki talna er mun minni frá Rússlandi, þar sem það samfélag hvílir nú á stoðum alræðis, lyga og blekkinga og þar sem falsanir og upplýsingaóreiða eru daglegt brauð. Þetta glapræði sem KGB-foringinn, Pútín, kastaði Rússlandi út í árið 2022, mun sverta minningu hans um ókomna tíð. Þegar hann fellur frá (Pútín er fæddur 1952) verður þetta það sem hans verður minnst fyrir. Ekki hvað hann byggði Rússland vel upp og skapaði mikla velmegun fyrir þetta ríka land. Rússar eiga sennilega eftir að súpa seyðið af þessari hörmungarákvörðun um innrás á næstu áratugum. Það tekur nefnilega yfirleitt langan tíma fyrir samfélög að jafna sig eftir mikil stríðsátök, áhrifin eru margvísleg. Margar af stærstu árásum stríðsins hafa verið á þessu ári og virðist enn vera nóg til af ,,græjum“ í vopnabúri Pútíns. Drónar eru í stóru hlutverki. Mannfallið á fyrstu tíu mánuðum þessa árs vegna árása Rússa var þegar orðið nú í nóvember um fjórðungi meira en allt síðasta ár, samkvæmt tölum SÞ. Pútín virðist einnig geta dælt hermönnum á víglínuna og fórnað þeim miskunnarlaust. Öll gagnrýni á stríðið er bönnuð og fólki hent í fangelsi fyrir að nota orðið ,,stríð“ í opinberri umræðu. Kúgunin er alger. Segist vilja frið Bóndinn í Kreml þykist vilja frið. En miðað við hernað hans á síðustu vikum er allt tal hans um frið er beinlínis hjákátlegt og til þess eins að slá ryki í augu manna. Enda segja sumir að um leið og stríðinu ljúki, þá þýði það endalok Pútíns. Stríðið sé því einfaldlega spurning um að Pútín sjálfur haldi lífi. Yfirlýsingar hans þess efnis síðustu daga um að ,,ef Evrópa vilji stríð, þá sé Rússland tilbúið“ eru líka auðvitað út í hött, en sýna svart á hvítu stórhættulegan þankagang hjá leiðtoga eins mesta kjarnorkuveldis heims. Það vantar að minnsta kosti ekki kjaftinn á hann. Og það vildi enginn nema hann þetta stríð. Þá eru kröfur hans í sambandi við ,,friðinn“ einnig auðvitað út í hött og virðast vera smíðaðar í Kreml en ekki Washington. Það versta í þessu er samt sú staðreynd að Bandaríkjamenn virðast kokgleypa þetta. Þeir hafa hingað til í raun haldið í sínum einfeldningshætti að hægt sé að enda þetta stríð nánast eins og að skrúfa fyrir vatnskrana eða ,,loka“ fasteignasamningi. Veruleikinn er mun flóknari en það. Að auki er Pútín almennt búinn að mála sig útí horn, eða hvernig á hann að semja frið við land og stjórnvöld sem hann viðurkennir að séu ekki til? Um leið og hann sest niður með Zelenský, forseta Úkraínu (og ef það gerist) viðurkennir hann auðvitað lögmætt vald aðila sem hann í raun hatar og vill feigan. Þeim lygum er einnig reynt að halda að okkur að Rússlandi ,,gangi svo vel“ í stríðinu og að þeir séu að hertaka risastór svæði í Úkraínu. Slíkt er fjarri raunveruleikanum og það er helst að frétta af víglínum Úkraínu að þær hreyfast lítið sem ekkert. Þetta er því ,,kyrrstöðustríð“ að lang stærstum hluta. Rústað fyrst, svo hertekin Sem dæmi má taka smáborgina Pokrovsk i Donbas-héraði (sem Pútín vill fá, en ræður ekki einu sinni yfir að fullu!). Þar bjuggu fyrir innrás um 60.000 manns (1/3 stærri en Kópavogur). Það er búið að taka Rússa um eitt og hálft ár að hertaka þennan stað, sem var talinn hernaðarlega mikilvægur, meðal annars vegna samgönguleiða. Nú sé eyðileggingin það mikil að hið hernaðarlega mikilvægi sé mun minna, eða nánast ekkert (The Guardian, 2.desember, 2025). Svo er það í raun ekki á hreinu hvort Rússar séu yfirhöfuð búnir að ná Pokrovsk á vald sitt, en bara á þessum stað er talið að þeir hafi misst tugi þúsunda hermanna og Úkraínumenn talsverðan fjölda líka. Pokrovsk er nú nánast rústir einar, það er taktík Rússanna; að sprengja allt í tætlur og taka rústirnar svo yfir. Talið er að um 7000 íbúar séu eftir í Pokrovsk. Menningarlegar þjóðernishreinsanir Í lok nóvember gaf Pútín út forsetatilskipun sem vakið hefur nokkra athygli og sænska dagblaðið Dagens Nyheter sagði meðal annars frá. Í henni er fyrirskipað að úkraínska skuli ekki kennd á hernumdum svæðum og að þar fái enginn að kalla sig ,,Úkraínumann“ eða kenna sig við Úkraínu. Þá er það áfram svo að allir á hernumdum svæðum þurfa að vera með rússnesk vegabréf, annars fá þeir enga opinbera þjónustu. Í tilskipun Pútíns segir einnig að skólar eigi að uppfóstra börn samkvæmt ,,rússneskum þjóðernisgildum“ og innræta þeim hollustu gagnvart Rússlandi. Markmiðið er að árið 2036 verði um 95% af íbúunum orðnir ,,rússneskir“ og skilgreini sig sem slíka. Þetta er auðvitað allt gert til þess að afmá öll úkraínsk einkenni og mætti kalla þetta ,,menningarlegar þjóðernishreinsanir.“ Svona vinnur ,,friðardúfan“ Pútín, sem enn stefnir að því að hertaka alla Úkraínu og eyða öllu sem úkraínskt er. Eins og staðan er núna er í raun engar líkur á friði, eða að minnsta kosti litlar. Báðir aðilar gera i raun kröfur sem hinn aðilinn getur ekki eða vill ekki samþykkja. Það er til lítils að senda fasteignasala frá New York, með enga reynslu af alþjóðasamskiptum, í kjaftinn á leyniþjónustumanninum Pútín, sem nánast allan sinn feril hefur fengist við svik og undirróðursstarfsemi. Enda leikur Pútín sér að þessu, lætur menn bíða fram úr hófi og heldur þeim klukkustundum saman við eitthvað sem á að kallast ,,friðarviðræður“. Þetta er auðvitað bara leiksýning, en einnig skýrt merki um hnignun Bandaríkjanna um þessar mundir. Þetta er enn ein sorglega hliðin á þessu máli. Þess vegna skiptir það miklu máli að Evrópa nái að þétta raðirnar og tefla fram sínum styrk til hjálpar Úkraínu í þessu mesta stríði í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það mun þó sennilegast halda áfram að ,,malla“ á næsta ári eða árum, með tilheyrandi hörmungum fyrir báðar þessar merku þjóðir. Höfundur er MA í A-Evrópufræðum frá Uppsalaháskóla og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun