Menning

Herðubreið á bók

Stefán Jónsson frá Möðrudal
Stefán Jónsson frá Möðrudal

Í síðustu viku var haldinn blaðamannafundur í Vatnasafninu í Stykkishólmi og kynnt ný bók eftir Roni Horn sem geymir ljósmyndir hennar af íslenskum heimilum. Herðubreið at Home kallar Horn þetta nýja safn sitt en allar myndir í bókinni eiga það sameiginlegt að málverk eftir Stefán Jónsson frá Möðrudal sem kallaði sig Stórval prýða veggi þeirra heimila sem Horn hefur heimsótt og ljósmyndað. Stefán Jónsson tók að mála á gamals aldri en faðir hans Jón Stefánsson bóndi á Möðrudal var líka málari og sótti líka myndefnið í Herðubreið sem setur sterkan svip á sjóndeildarhring Möðrudalsöræfa.

Það er hið virta Steidl-forlag sem gefur bókina út í samstarfi við listvinina í Artangel en það hefur áður staðið að útgáfu myndabóka eftir Horn. Um tíma og eilífð fæ ég frægan sigur, orti skáldið og sannast það á ferli Stefáns Jónssonar að hann skuli um síðar lenda sem uppistaða í gáfumyndverkum konsept listamanns frá New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×