Mats Wibe Lund fagnar löngum ferli 18. ágúst 2007 02:45 Gautar frá Siglufirði á sjötta áratugnum. Ljósmynd:Mats Vibe Lund Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið