Rokkveisla og pylsuát á Dillon 18. ágúst 2007 03:30 Lights on the Highway er á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á tónleikum Reykjavík FM á Dillon. Útvarpsstöðin Reykjavík FM ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum á menningarnótt og hefur ákveðið að blása til stórtónleika í bakgarði skemmtistaðarins Dillon á laugardag. „Við erum búnir að standa fyrir nokkrum grillveislum með „live" músík á Dillon í sumar og ætlum að klára þetta með stæl," segir Franz Gunnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík FM. Franz Gunnarsson lofar rokki og róli af bestu gerð. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa yfir fram á kvöld en segja má að þeir séu í raun tvískiptir. Fram til kl. 18 munu ungar og upprennandi hljómsveitir fá að spreyta sig en frá kl. 19 munu stóru nöfnin stíga á sviðið í bakgarðinum og bjóða upp á „ókeypis rokk og ról af bestu gerð" eins og Franz orðar það. Jeff Who?, Lights on the highway og Mínus eru á meðal þeirra sveita sem stíga á stokk. Í millitíðinni fer síðan fram fyrsta Íslandsmótið í pylsuáti en undankeppnir hafa verið haldnar hjá útvarpsstöðinni út vikuna. Þeir sem sköruðu fram úr þar munu etja kappi á Dillon og reyna að torga sem flestum pylsum á 12 mínútum. „Það er vel við hæfi að þetta mót skuli fara fram á menningarnótt því pylsur skipa stóran menningarlegan sess á meðal þjóðarinnar," segir Franz. Þess má geta að heimsmetið í pylsuáti eru 66 pylsur á 12 mínútum. „Það er náttúrulega bara rugl en menn munu eflaust gera heiðarlega tilraun til að slá það met," segir Franz. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Útvarpsstöðin Reykjavík FM ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum á menningarnótt og hefur ákveðið að blása til stórtónleika í bakgarði skemmtistaðarins Dillon á laugardag. „Við erum búnir að standa fyrir nokkrum grillveislum með „live" músík á Dillon í sumar og ætlum að klára þetta með stæl," segir Franz Gunnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík FM. Franz Gunnarsson lofar rokki og róli af bestu gerð. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa yfir fram á kvöld en segja má að þeir séu í raun tvískiptir. Fram til kl. 18 munu ungar og upprennandi hljómsveitir fá að spreyta sig en frá kl. 19 munu stóru nöfnin stíga á sviðið í bakgarðinum og bjóða upp á „ókeypis rokk og ról af bestu gerð" eins og Franz orðar það. Jeff Who?, Lights on the highway og Mínus eru á meðal þeirra sveita sem stíga á stokk. Í millitíðinni fer síðan fram fyrsta Íslandsmótið í pylsuáti en undankeppnir hafa verið haldnar hjá útvarpsstöðinni út vikuna. Þeir sem sköruðu fram úr þar munu etja kappi á Dillon og reyna að torga sem flestum pylsum á 12 mínútum. „Það er vel við hæfi að þetta mót skuli fara fram á menningarnótt því pylsur skipa stóran menningarlegan sess á meðal þjóðarinnar," segir Franz. Þess má geta að heimsmetið í pylsuáti eru 66 pylsur á 12 mínútum. „Það er náttúrulega bara rugl en menn munu eflaust gera heiðarlega tilraun til að slá það met," segir Franz.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“