Kynlíf fyrir opnum tjöldum 20. ágúst 2007 05:30 John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem sýnir leikara hafa samfarir. „Kynlíf hefur svo mikla möguleika sem tjáningarform sem hafa alls ekki verið nýttir að neinu viti í alvarlegum kvikmyndum,“ segir John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem er sýnd hér á Bíódögum Græna ljóssins. Í myndinni eru mörg opinská kynlífsatriði, en leikarar hennar stunduðu raunverulegt kynlíf fyrir framan myndavélarnar. Shortbus hefur bæði verið hampað sem brautryðjendaverki sem ljái kynlífi þann stall sem það á skilið eða úthrópuð sem klámmynd í felubúningi. „Ég sé myndina sem valkost við klám. Kynlífið í klámi er svo þurrt og óspennandi. Það vantar allan húmor og tilfinningar. Alvöru kynlíf er ekkert líkt klámi.“ Mitchell tekur samt skýrt fram að myndin sé alls ekki klámmynd og að allir sem sjái hana geti ekki litið á hana sem slíka. Shortbus fjallar um fólk, gagn- og samkynhneigt sem allt á við einhvers konar kynlífsvandamál að stríða. Þungamiðja myndarinnar er einkaklúbburinn Shortbus þar sem fólk kemur til að losa um hömlur og fá lausn vandamála sinna. „Kynlíf skiptir svo miklu máli, sama hvort við viðurkennum það eða ekki. Við stundum öll kynlíf. Það sem fólk gerir í kynlífi segir líka svo mikið um það.“ Mitchell hefur miklar áhyggjur af því að unglingar í dag fái allar sínar upplýsingar um kynlíf úr klámi. „Í klámi er kynlíf bara ómerkileg söluvara, húmor- og sálarlaust og kalt. Krakkar fá svo miklar ranghugmyndir um kynlíf þar. Kynlíf snýst miklu meira um tilfinningar en bara einhverja líkamlega losun.“ Mitchell endar á því að segja að hann vilji að helst allir sjái myndina hans og ef unglingar komist ekki á hana í bíó vill hann frekar að þeir hlaði henni niður af netinu en missi af að sjá hana. Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Kynlíf hefur svo mikla möguleika sem tjáningarform sem hafa alls ekki verið nýttir að neinu viti í alvarlegum kvikmyndum,“ segir John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem er sýnd hér á Bíódögum Græna ljóssins. Í myndinni eru mörg opinská kynlífsatriði, en leikarar hennar stunduðu raunverulegt kynlíf fyrir framan myndavélarnar. Shortbus hefur bæði verið hampað sem brautryðjendaverki sem ljái kynlífi þann stall sem það á skilið eða úthrópuð sem klámmynd í felubúningi. „Ég sé myndina sem valkost við klám. Kynlífið í klámi er svo þurrt og óspennandi. Það vantar allan húmor og tilfinningar. Alvöru kynlíf er ekkert líkt klámi.“ Mitchell tekur samt skýrt fram að myndin sé alls ekki klámmynd og að allir sem sjái hana geti ekki litið á hana sem slíka. Shortbus fjallar um fólk, gagn- og samkynhneigt sem allt á við einhvers konar kynlífsvandamál að stríða. Þungamiðja myndarinnar er einkaklúbburinn Shortbus þar sem fólk kemur til að losa um hömlur og fá lausn vandamála sinna. „Kynlíf skiptir svo miklu máli, sama hvort við viðurkennum það eða ekki. Við stundum öll kynlíf. Það sem fólk gerir í kynlífi segir líka svo mikið um það.“ Mitchell hefur miklar áhyggjur af því að unglingar í dag fái allar sínar upplýsingar um kynlíf úr klámi. „Í klámi er kynlíf bara ómerkileg söluvara, húmor- og sálarlaust og kalt. Krakkar fá svo miklar ranghugmyndir um kynlíf þar. Kynlíf snýst miklu meira um tilfinningar en bara einhverja líkamlega losun.“ Mitchell endar á því að segja að hann vilji að helst allir sjái myndina hans og ef unglingar komist ekki á hana í bíó vill hann frekar að þeir hlaði henni niður af netinu en missi af að sjá hana.
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning