Erlent

Fundu fornar sjávarköngulær

Steingervingar sem hafa að geyma fornar sjávarköngulær fundust nýverið skammt frá borginni Lyon í Frakklandi. Eru þeir taldir vera 160 milljón ára gamlir.

Sjávarköngulær hafa átta sérlega langar lappir og eru taldar fjarskyldir ættingjar hefðbundinna köngulóa. Til eru um 1300 slíkar tegundir í heiminum í dag. Að sögn vísindamannanna sem fundu steingervingana eru þeir afar mikilvægir til að átta sig á uppruna og þróun þessarar merkilegu dýrategundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×