„…leiddist út í þetta aftur“ 1. september 2007 06:00 Kjartan Ólason við verk sín. Í Ásmundarsal við Freyjugötu opnar Listasafn ASÍ sýningu í dag á verkum tveggja myndlistarmanna, Kjartans Ólasonar og Hildar Bjarnadóttur. Sýningin bætist í flóð myndlistarsýninga sem verða opnaðar þessa helgi. Báðir hafa listamennirnir verið við myndlist um langt skeið: Hildur víða sýnt undanfarið en Kjartan hefur ekki haldið sýningu um langt árabil. „Ég hætti þessu í ein sjö, átta ár," sagði Kjartan. Hann hafði þá sýnt verk sín oft og víða: stórar flatarmyndir með hráu og áköfu yfirbragði þar sem líkamar liðu í rýminu. Málverk hans voru í miklu áliti innan þess hóps sem enn hélt tryggð við málverkið meðan önnur birtingarform fóru hátt. En hann var ekki ánægður með viðtökur: „Ég sá engan tilgang með þessu. Um aldamótin fór að tröllríða öllu listalífi einhver viðburðastefna hjá diet-liðinu sem réði og lék menninguna grátt, einkum myndlistina. Þessi viðburðamenning náði hámarki menningarborgarárið og hefur ekki minnkað síðan." Kjartan segist hafa látið tilleiðast að setja sýningu sína upp: „Þetta er lítil sýning, nánast stubbar. Ég leiddist út í þetta aftur, fór að teikna, bæði með blýanti og kolum á pappír og beint á plötur. Ég vinn eftir gömlum mælikvörðum, reyni að ná núönsum og fínheitum eins og menn gerðu áður. Svo eru þarna í Ásmundarsal ljósmynd og veggverk, ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla það: þetta er einhvers konar hræ undir gleri." Kjartan er fæddur 1955. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Empire State College í New York. Hildur Bjarnadóttir sýnir tilraunakenndan textíl. Samvistum við Kjartan í Ásmundarsal er Hildur Bjarnadóttir. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Hildur verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhandverks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en er jafnframt að skoða handverk kvenna á fyrri tímum eins og hún hefur löngum gert áður. Útkoman er verk sem virðast bera keim af naumhyggju, en hafa víðtæka skírskotun þegar nánar er gáð. Hildur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Verk eftir Hildi eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og sýningunni lýkur 23. september. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í Ásmundarsal við Freyjugötu opnar Listasafn ASÍ sýningu í dag á verkum tveggja myndlistarmanna, Kjartans Ólasonar og Hildar Bjarnadóttur. Sýningin bætist í flóð myndlistarsýninga sem verða opnaðar þessa helgi. Báðir hafa listamennirnir verið við myndlist um langt skeið: Hildur víða sýnt undanfarið en Kjartan hefur ekki haldið sýningu um langt árabil. „Ég hætti þessu í ein sjö, átta ár," sagði Kjartan. Hann hafði þá sýnt verk sín oft og víða: stórar flatarmyndir með hráu og áköfu yfirbragði þar sem líkamar liðu í rýminu. Málverk hans voru í miklu áliti innan þess hóps sem enn hélt tryggð við málverkið meðan önnur birtingarform fóru hátt. En hann var ekki ánægður með viðtökur: „Ég sá engan tilgang með þessu. Um aldamótin fór að tröllríða öllu listalífi einhver viðburðastefna hjá diet-liðinu sem réði og lék menninguna grátt, einkum myndlistina. Þessi viðburðamenning náði hámarki menningarborgarárið og hefur ekki minnkað síðan." Kjartan segist hafa látið tilleiðast að setja sýningu sína upp: „Þetta er lítil sýning, nánast stubbar. Ég leiddist út í þetta aftur, fór að teikna, bæði með blýanti og kolum á pappír og beint á plötur. Ég vinn eftir gömlum mælikvörðum, reyni að ná núönsum og fínheitum eins og menn gerðu áður. Svo eru þarna í Ásmundarsal ljósmynd og veggverk, ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla það: þetta er einhvers konar hræ undir gleri." Kjartan er fæddur 1955. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Empire State College í New York. Hildur Bjarnadóttir sýnir tilraunakenndan textíl. Samvistum við Kjartan í Ásmundarsal er Hildur Bjarnadóttir. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Hildur verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhandverks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en er jafnframt að skoða handverk kvenna á fyrri tímum eins og hún hefur löngum gert áður. Útkoman er verk sem virðast bera keim af naumhyggju, en hafa víðtæka skírskotun þegar nánar er gáð. Hildur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Verk eftir Hildi eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og sýningunni lýkur 23. september.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira