Kjarklitlir sveitarstjórnarmenn Guðbrandur Einarsson skrifar 16. nóvember 2007 07:00 Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun