Menning

Ljóð tónum skreytt

Sigurður Pálsson les upp ljóð sín í Iðu í kvöld.
Sigurður Pálsson les upp ljóð sín í Iðu í kvöld.
Ljóðskáldin Sigurður Pálsson og Óskar Árni Óskarsson lesa upp og kynna nýjar tónskreyttar ljóðaútgáfur í bókaversluninni Iðu, Lækjargötu 2a, í kvöld kl. 20.30. Auk þeirra kemur saxófónleikarinn Jóel Pálsson fram og leggur til tónskreytingar.

Ljóðaútgáfurnar samanstanda af prentútgáfu af ljóðunum og geisladiski sem inniheldur lestur skáldanna og viðeigandi tónskreytingar. Jóel Pálsson lagði til tónskreytingar við ljóð Sigurðar Pálssonar, en Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari skreytti ljóð Óskars Árna.

Áður hafa komið út í sömu ritröð ljóð Gyrðis Elíassonar með tónskreytingum Kristins Árnasonar, ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur með tónskreytingum Tómasar R. Einarssonar, ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar með tónskreytingum Sigurðar Flosasonar, ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur með tónskreytingum Eðvarðs Lárussonar og ljóð Braga Ólafssonar með tónskreytingum eftir Matthías Hemstock. -vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×