Tiger verður pabbi á árinu 1. janúar 2007 13:00 Tiger Woods sést hér ásamt eiginkonu sinni, hinni snoppufríðu Elínu frá Svíþjóð. MYND/Getty Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. “Við eigum von á okkar fyrsta barni í sumar,” skrifaði Tiger á opinbera heimasíðu sína í gær. “Við gætum ekki verið ánægðari og fjölskyldur okkar eru mjög spenntar. Ég hef alltaf langað að verða faðir. Mér þykir miður að faðir minn geti ekki verið á meðal okkar og tekið þátt í þessu ævintýri með okkur,” sagði Tiger jafnframt. Faðir Tiger, Earl, lést í maí á þessu ári eftir áralanga baráttu við krabbamein. Þeir feðgar voru einstaklega nánir og tók Tiger sér níu vikna hvíld frá golfi á meðan hann syrgði föður sinn. Tiger segir á heimasíðu sinni að dauði hans hefði verið það erfiðasta sem hann hafi komist í tæri við á lífsleiðinni. “Það er hræðilegt að missa föður sinn, lærimeistara og besta vin. Maður heldur að það sé hægt að ráða við tilfinningar sínar þegar að þessum degi kemur – en svo er ekki. Þetta hefur svo miklu meiri áhrif en maður heldur,” segir Tiger. Tiger giftist hinni sænsku Elin Nordegren í október 2004 og hefur hann ákveðið að hætta við að keppa á Opna Mercedes mótinu á Hawaii í næstu viku til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni á þessum merku tímamótum. Golf Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. “Við eigum von á okkar fyrsta barni í sumar,” skrifaði Tiger á opinbera heimasíðu sína í gær. “Við gætum ekki verið ánægðari og fjölskyldur okkar eru mjög spenntar. Ég hef alltaf langað að verða faðir. Mér þykir miður að faðir minn geti ekki verið á meðal okkar og tekið þátt í þessu ævintýri með okkur,” sagði Tiger jafnframt. Faðir Tiger, Earl, lést í maí á þessu ári eftir áralanga baráttu við krabbamein. Þeir feðgar voru einstaklega nánir og tók Tiger sér níu vikna hvíld frá golfi á meðan hann syrgði föður sinn. Tiger segir á heimasíðu sinni að dauði hans hefði verið það erfiðasta sem hann hafi komist í tæri við á lífsleiðinni. “Það er hræðilegt að missa föður sinn, lærimeistara og besta vin. Maður heldur að það sé hægt að ráða við tilfinningar sínar þegar að þessum degi kemur – en svo er ekki. Þetta hefur svo miklu meiri áhrif en maður heldur,” segir Tiger. Tiger giftist hinni sænsku Elin Nordegren í október 2004 og hefur hann ákveðið að hætta við að keppa á Opna Mercedes mótinu á Hawaii í næstu viku til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni á þessum merku tímamótum.
Golf Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira