Viðskipti erlent

Olíuverð undir 61 dal

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 61 dal á tunnu á helstu mörkuðum eftir að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, var tekinn af lífi. Þá hefur gott veðurfar í Bandaríkjunum hjálpað til við að halda verðinu niðri.

Verð á hráolíutunnu lækkaði um 20 sent á markaði í Asíu í dag og fór í 60,85 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu lækkaði um 10 sent og fór í 60,76 dali á tunnu í Lundúnum í Bretlandi.

Verð á olíu fór hæst í 78 dali á tunnu um miðjan júlí í fyrra og hefur það verið í kringum 60 dali á tunnu síðasta mánuðinn. Sérfræðingar telja hins vegar að oliutunnan fari á bilinu 55 til 60 dali á tunnu á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×