Baráttan harðnar um Hutchison Essar 4. janúar 2007 13:47 Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira