Fótbolti

Eto´o ætlar að snúa aftur fljótlega

Eto´o er staðráðinn í að snúa snemma til baka úr meiðslum
Eto´o er staðráðinn í að snúa snemma til baka úr meiðslum NordicPhotos/GettyImages

Kamerúnski framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona hefur sett stefnuna á að snúa til baka úr meiðslum eftir tvær vikur, en það er langt á undan áætlunum lækna liðsins. Eto´o meiddist á hné í leik Barcelona og Werder Bremen í september.

Læknar Barcelona spáðu því upphaflega að Eto´o yrði frá í þrjá mánuði, en sögðu síðar að hann þyrfti fimm mánuði til að jafna sig. Leikmaðurinn sjálfur setur markið hærra.

"Ég hlakka mikið til sunnudagsins 14. janúar, því þá ætla ég að spila með Barcelona á ný," sagði Eto´o í samtali við fjölmiðla í heimalandi sínu Kamerún, en þar á hann góða möguleika á að verða kosinn knattspyrnumaður Afríku fjórða árið í röð - sem yrði met.

"Ég hefði viljað snúa aftur úr meiðslum með landsliðinu í mars, en ég get ekki beðið svo lengi. Ég er ákveðinn í að verða markakóngur á Spáni og bilið milli mín og efstu manna er ekki svo breitt. Með mikilli vinnu og sjálfsfórn get ég náð þessu takmarki - og ég ætla mér að gera það," sagði Eto´o.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×