Fótbolti

Dauft hjá Barcelona

Eiður Smári og félagar voru daufir í þokunni í dag
Eiður Smári og félagar voru daufir í þokunni í dag NordicPhotos/GettyImages

Barcelona þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á útivelli gegn spræku smáliði Getafe í spænsku deildinni í dag. Hinn skemmtilegti Daniel Guiza kom Getafe yfir eftir 54 mínútur eftir glórulaus varnarmistök Rafael Marquez, en það var svo Xavi sem bjargaði Barcelona fyrir horn með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen var í liði Barcelona í dag en náði sér aldrei á strik frekar en félagar hans.

Leikurinn var sýndur beint á Sýn og er veislan þar á bæ rétt að byrja í dag, því nú klukkan 18 hefst leikur Deportivo og Real Madrid í lýsingu Guðjóns Guðmundssonar og lokaleikurinn á Sýn er viðureign Villarreal og Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×