Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun 10. janúar 2007 10:04 Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Á meðal ástæðanna fyrir samdrættinum er gott veðurfar í Bretlandi og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi síðasta sumar sem hafði áhrif á afkomu verslana í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir fyrirtækið engu að síður líta björtum augum til framtíðar. BBC segir ennfremur að orðrómur hafi verið uppi um að Baugur hafi hug á að auka við hlut sinn í verslanakeðjunni og vitnar til þess að fyrirtækið eigi fjölda verslanakeðja í Bretlandi, svo sem House of Fraser, Hamleys og Karen Millen. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, sem FL Group og Kevin Stanford standa að, með tæpan 30 prósenta hlut. Breska blaðið Guardian hefur eftir greinendum að búist sé við 2 prósenta samdrætti í sölu hjá Moss Bros á seinni helmingi síðasta árs en gera megi ráð fyrir allt að 10 prósenta samdrætti í sölu á einstökum vöruflokkum á borð við frakka. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Á meðal ástæðanna fyrir samdrættinum er gott veðurfar í Bretlandi og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi síðasta sumar sem hafði áhrif á afkomu verslana í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir fyrirtækið engu að síður líta björtum augum til framtíðar. BBC segir ennfremur að orðrómur hafi verið uppi um að Baugur hafi hug á að auka við hlut sinn í verslanakeðjunni og vitnar til þess að fyrirtækið eigi fjölda verslanakeðja í Bretlandi, svo sem House of Fraser, Hamleys og Karen Millen. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, sem FL Group og Kevin Stanford standa að, með tæpan 30 prósenta hlut. Breska blaðið Guardian hefur eftir greinendum að búist sé við 2 prósenta samdrætti í sölu hjá Moss Bros á seinni helmingi síðasta árs en gera megi ráð fyrir allt að 10 prósenta samdrætti í sölu á einstökum vöruflokkum á borð við frakka.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira