Innlent

Hafnar kröfu ríkisins um útburð af lóð á Akureyrarflugvelli

Frá Akureyrarflugvelli.
Frá Akureyrarflugvelli. MYND/KK

Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að maður yrði borinn út af lóð á Akureyrarflugvelli með beinni aðfargerð en á lóðinni stendur flugskýli sem hann á. Þar með staðfesti dómurinn úrskurð Héraðsdóms.

Maðurinn taldi sig hafa unnið hefð á lóðinni með nýtingu hennar í fullan hefðartíma og því bæri að hafna kröfu íslenska ríkisins en fyrir Hæstarétti lagði ríkið fram gögn það taldi sýna að fyrrverandi eigandi hússins hefði viðurkennt eignarrétt ríkisins á lóðinni.

Taldi dómurinn þessa málsástæðu lagða fram of seint samkvæmt lögum um meðferð einkamála og því bæri að fella dóm á málið án tillits til þessara gagna. Var því dómur héraðsdóms staðfestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×