Enn einn skandallinn hjá Barry Bonds
Hafnaboltaleikmaðurinn Barry Bonds hefur nú lent í enn einu hneykslismálinu eftir að dagblaðið New York Daily News greindi frá því að hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir amfetamínneyslu. Bonds hefur um árabil verið sakaður um að nota stera, en hann kennir félaga sínum um að hafa gefið sér amfetamín án sinnar vitundar.