Sport

Töfri frá Selfossi á leið til Noregs

Ingimar Baldvinsson hefur selt stóðhest sinn Töfra frá Selfossi til Noregs. Í samtali við Hestafréttir nú í kvöld sagði Ingimar að söknuðurinn væri mikill og þó sérstaklega hjá börnum sínum sem hafa alist upp með hestinum frá upphafi. Það var Nina Grövdal / Havhesten Hestoppdret sem keypti klárinn og fer hann út fyrr en áætlað var en brottför hans er í næstu viku.

"Það er þó sárabót að við eigum magnaðan klár undan honum sem er frá Laufhóli í Skagafirði og heitir hann Kraki og sést það langar leiðir að hann er sonur Töfra. Það er alltaf mikil söknuður þegar hestar sem eru manni svo tengdir seljast en svona eru nú viðskiptin bara, flest allt er falt fyrir rétt verð" sagði Ingimar að lokum og vildi ekki tjá sig um kaupverð Töfra.

Hér er hægt að skoða myndband af Unni Birnu alheimsfegurðadrottningu ríðandi Töfra frá Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×