Viðskipti erlent

Ford lokar verksmiðju í Bandaríkjunum

Úr einni af verksmiðjum Ford í Bandaríkjunum.
Úr einni af verksmiðjum Ford í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að loka einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Að sögn fyrirtækisins er verksmiðjan úreld. Starfsmönnum verksmiðjunnar, sem eru 1.700 talsins, hefur ýmist verið boðnir starfslokasamningar eða að þeir hefji töku lífeyris fyrr en ella.

Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í verksmiðjunni eftir að Ford leggur niður framleiðslu sína þar.

Að sögn Dellu DiPietro, talsmanns Ford, er verksmiðjan of stór fyrir framleiðslu Ford í borginni og ekki í samræmi við stefnu fyrirtækisins um litlar og hagkvæmar verksmiðjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×