Federer mætir Djokovic
Roger Federer mætir hinum unga og efnilega Novak Djokivic í 16 manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Federer vann tvö fyrstu settin gegn Mikhail Youzhny en varð á í messunni og vann að lokum 6-3, 6-3 og 7-6. Djokovic varð fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í fjórðu umferðinni með sigri á Danai Udomchoke 6-3 6-4 5-7 og 6-1.