Milan og Roma skildu jöfn

AC Milan og Roma skildu jöfn 2-2 í fyrri leik sínum í undanúrslitum ítalska bikarsins á San Siro í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum frá Olivera og Inzaghi, en gestirnir jöfnuðu með mikilli baráttu með mörkum frá Perotta og Pizarro.