Mögnuð íþróttadagskrá á Sýn um helgina 26. janúar 2007 18:15 AFP Það verður að venju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Fjörið hefst á miðnætti í kvöld með beinni útsendingum úr NBA körfunni, en þá verða beinar útsendingar frá enska bikarnum, spænska boltanum og PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það helsta um helgina. Laugardagur 27. janúar Sýn kl 12:20. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Sigurvegarinn í leik Lundúnaliðanna QPR og Luton mætir lærisveinum Mark Hughes í Blackburn Rovers.Sýn kl 14:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Tottenham Hotspur og Southend í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Tottenham er mikið bikarlið og vonir Southend því litlar um að komast áfram.Sýn kl 17:10. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Manchester United og Portsmouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Báðum félögum hefur gengið vel í deildarkeppninni í vetur en spurning hvort liðið er hungraðara að komast áfram í bikarnum.Sýn kl 19:05. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Racing í spænsku La Liga-deildinni. Madridarliðinu hefur gengið flest í haginn að undanförnu og er nú komið í baráttuna um meistaratitilinn - enda hefur fyrirliði liðsins og helsta stjarna; Ferndando Torres verið í banastuði.Sýn kl 20:55. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Villareal og Real Madrid. Lið Villareal er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnugt eftir að liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu sparktíð. Liðinu hefur hins vegar ekki tekist að fylgja því eftir í vetur. Sunnudagur 28. janúarSýn kl 13:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Chelsea og Nottingham Forest í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Chelsea er sigurstranglegra liðið þar sem Forest hefur verið í smá lægð en félagið á engu að síður glæsilega sögu og varð á sínum tíma Evrópumeistari í tvígang.Sýn kl 15:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Leikmenn Arsenal ættu að vera fullir sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Man United um síðustu helgi. Veitir ekki af þar sem liðinu hefur gengið bölvanlega gegn Bolton í síðustu viðureignum liðanna.Sýn kl 17:50. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Barcelona og Celta Vigo í spænska boltanum. Meistarar Barcelona hafa legið undir gagnrýni að undanförnu og landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf að minna á sig í þessum leik, því nú styttist í endurkomu Samuels Eto.Sýn kl 19:50. PGA mótaröðin. Bein útsending frá lokadegi Buick Invitational mótsins á PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta mót á sér langa sögu en það fer fram á hinum erfiða Torrey Pines velli í San Diego. Meistarinn frá því í fyrra, Tiger Woods, lætur sig sjaldnast vanta á þetta mót enda hefur hann sigrað fjórum sinnum. Erlendar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Það verður að venju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Fjörið hefst á miðnætti í kvöld með beinni útsendingum úr NBA körfunni, en þá verða beinar útsendingar frá enska bikarnum, spænska boltanum og PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það helsta um helgina. Laugardagur 27. janúar Sýn kl 12:20. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Sigurvegarinn í leik Lundúnaliðanna QPR og Luton mætir lærisveinum Mark Hughes í Blackburn Rovers.Sýn kl 14:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Tottenham Hotspur og Southend í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Tottenham er mikið bikarlið og vonir Southend því litlar um að komast áfram.Sýn kl 17:10. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Manchester United og Portsmouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Báðum félögum hefur gengið vel í deildarkeppninni í vetur en spurning hvort liðið er hungraðara að komast áfram í bikarnum.Sýn kl 19:05. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Racing í spænsku La Liga-deildinni. Madridarliðinu hefur gengið flest í haginn að undanförnu og er nú komið í baráttuna um meistaratitilinn - enda hefur fyrirliði liðsins og helsta stjarna; Ferndando Torres verið í banastuði.Sýn kl 20:55. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Villareal og Real Madrid. Lið Villareal er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnugt eftir að liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu sparktíð. Liðinu hefur hins vegar ekki tekist að fylgja því eftir í vetur. Sunnudagur 28. janúarSýn kl 13:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Chelsea og Nottingham Forest í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Chelsea er sigurstranglegra liðið þar sem Forest hefur verið í smá lægð en félagið á engu að síður glæsilega sögu og varð á sínum tíma Evrópumeistari í tvígang.Sýn kl 15:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Leikmenn Arsenal ættu að vera fullir sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Man United um síðustu helgi. Veitir ekki af þar sem liðinu hefur gengið bölvanlega gegn Bolton í síðustu viðureignum liðanna.Sýn kl 17:50. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Barcelona og Celta Vigo í spænska boltanum. Meistarar Barcelona hafa legið undir gagnrýni að undanförnu og landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf að minna á sig í þessum leik, því nú styttist í endurkomu Samuels Eto.Sýn kl 19:50. PGA mótaröðin. Bein útsending frá lokadegi Buick Invitational mótsins á PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta mót á sér langa sögu en það fer fram á hinum erfiða Torrey Pines velli í San Diego. Meistarinn frá því í fyrra, Tiger Woods, lætur sig sjaldnast vanta á þetta mót enda hefur hann sigrað fjórum sinnum.
Erlendar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira