Viðskipti innlent

FIM hækkar um 30%

Glitnir.
Glitnir. Mynd/Heiða

Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group hækkaði um þrjátíu prósent í Kauphöllinni í Helsinki í dag eftir að Glitnir greindi frá því að bankinn hefði eignast yfir 68 prósent hlutafjár og stefndi að yfirtöku á öllu félaginu.

Glitnir greiðir átta evrur fyrir hvern hlut í FIM Group sem er þrjátíu prósenta yfirverð og nemur heildarkaupverð þrjátíu milljörðum króna fyrir allt fyrirtækið.

FIM Group rekur 31 verðbréfasjóð og stýrir eignum fyrir 267 milljarða króna. Félagið rekur skrifstofur á tíu stöðum í Finnlandi auk útibúa í Stokkhólmi og Moskvu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×