Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: "Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. Menn spyrja eflaust um ástæðuna og skýringin er sú að ég hef bara ekkert land til að vinna með og það er víst algerlega ómissandi hluti í keppnishaldi sem þessu. Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari keppni í þessi fimm ár sem ég hef staðið fyrir henni, jafnt starfsmönnum sem keppendum. Vona að þetta hafi vakið augu okkar hjólamanna að allt er hægt. " Í framhaldi af þessari frétt ræddi fréttamaður við talsmann VÍK sem kom alveg af himnum og sagði m.a; "Hann hefur ekki rætt þetta neitt við okkur - við vissum að núverandi keppnisbraut væri líklega tæp en vorum byrjaðir að leita að nýrri staðsetningu í nágrenni Klausturs eða annars staðar á Suðurlandi. Þessi tilkynning er því algjörlega ótímabær." Það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvort eða hvar mótið verður haldið. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti
Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: "Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. Menn spyrja eflaust um ástæðuna og skýringin er sú að ég hef bara ekkert land til að vinna með og það er víst algerlega ómissandi hluti í keppnishaldi sem þessu. Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari keppni í þessi fimm ár sem ég hef staðið fyrir henni, jafnt starfsmönnum sem keppendum. Vona að þetta hafi vakið augu okkar hjólamanna að allt er hægt. " Í framhaldi af þessari frétt ræddi fréttamaður við talsmann VÍK sem kom alveg af himnum og sagði m.a; "Hann hefur ekki rætt þetta neitt við okkur - við vissum að núverandi keppnisbraut væri líklega tæp en vorum byrjaðir að leita að nýrri staðsetningu í nágrenni Klausturs eða annars staðar á Suðurlandi. Þessi tilkynning er því algjörlega ótímabær." Það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvort eða hvar mótið verður haldið.