Körfubolti

Jordan og Dominique dæma í troðkeppninni

Nate Robinson er ríkjandi troðkóngur. Smellið á myndina til að stækka
Nate Robinson er ríkjandi troðkóngur. Smellið á myndina til að stækka NordicPhotos/GettyImages

Dómnefndin í troðslukeppninni í stjörnuleiknum í NBA þann 17. febrúar næstkomandi verða engir smákallar og ef til vill betri troðarar en sjálfir keppendurnir. Í gærkvöldi var tilkynnt að fyrrum meistararnir Dominique Wilkins, Michael Jordan, Dr. Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter verði í dómnefndinni að þessu sinni.

Það var hinn smávaxni Nate Robinson hjá New York sem sigraði í keppninni í fyrra, en sá þótti koma hálfgerðu óorði á keppnina eftir að hann tók svo langan tíma í að klára loks troðslur sínar að það þótti orðið vandræðalegt. Til að koma í veg fyrir slíkan bjánaskap hefur verið ákveðið að hver keppandi fái aðeins tvær mínútur og tvær aukatilraunir til að klára sitt prógramm.

Auk Robinson litla er listi þáttakenda nokkuð áhugaverður, því þar taka þátt óvenju stórir menn að þessu sinni. Þeir eru Dwight Howard hjá Orlando, Gerald Green hjá Boston og nýliðinn Tyrus Thomas frá Chicago Bulls.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×