Floyd Landis sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum á síðasta ári hefur tilkynnt að hann ætli ekki að taka þátt í næstu keppni. Landis var sakaður um að hafa notað árangursbætandi lyf í keppninni síðast og lyfjaprófanir voru allar á þann veg. Enn hefur ekki verið tekin lokaákvörðun um hvort hann haldi titlinum. Landis var fyrstur til að sigra í Frakklandshjólreiðunum eftir að Lance Armstrong hafði unnið sjö ár í röð.
Sport