Samkynhneigð Amaechi veldur fjaðrafoki í NBA 12. febrúar 2007 13:57 Amaechi hefur gefið út bókina "Maðurinn í miðjunni" en blaðamenn eru á einu máli um að körfuboltaferill hans hafi ekki verið sérlega glæsilegur NordicPhotos/GettyImages Fyrrum NBA leikmaðurinn John Amaechi olli talsverðu fjaðrafoki í heimspressunni fyrir helgina þegar hann tilkynnti um samkynhneigð sína í ævisögu sinni sem kom í hillur á dögunum. Hann varð um leið fyrsti NBA leikmaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína, en ekki eru allir jafn hrifnir af yfirlýsingunni. Á meðan þorri fjölmiðla hefur skrifað um hugrekki þessa breska miðherja, eru sumir dálkahöfundar ekki jafn hrifnir. Blaðamenn sem skrifa um lið Utah Jazz eru í þessum hópi, en Amaechi spilaði lengst af með Jazz og skrifaði þar undir rúmlega 12 milljón dollara samning árið 2001. Amaechi var á sínum tíma gagnrýndur mjög harðlega eftir að hann skrifaði undir samninginn við Jazz og í pistli sem birtist í Salt Lake Tribune um helgina, var Amaechi útnefndur einn lélegasti leikmaður sem spilað hefði með liðinu. Leikmaðurinn viðurkenndi alltaf að hann hefði ekki gaman af því að spila körfubolta og félagar hans í liðinu sögðu að það hefði verið hægt að tala við hann um allt - nema körfubolta. Þetta féll ekki í ljúfan jarðveg hjá þjálfara liðsins Jerry Sloan, sem jarðaði tedrykkjumanninn Amaechi á endan á varamannabekk sínum og skipti honum svo í burtu frá liðinu árið 2003. Amaechi var þá skipt til Houston og síðar til New York, en hann hafði þá spilað sinn síðasta leik í NBA deildinni. Pistlahöfundurinn hjá Salt Lake Tribune reiknaði það út að Amaechi hefði fengið 5,660 dollara greidda fyrir hverja mínútu sem hann spilaði með liði Jazz, 21,879 dollara fyrir hvert skorað stig og 32,258 dollara fyrir hvert frákast sem hann hirti. Þessi skuggalega tölfræði sé nóg til að stimpla hann einn allra lélegasta leikmann sem spilað hafi með liðinu. Fleiri blaðamenn hafa skrifað harðorða pistla til að lýsa Amaechi sem leikmanni og margir eru á því að hann hefði frekar átt að koma út úr skápnum á meðan hann var enn að spila í deildinni - það hefði borið hugrekki hans vitni, frekar en að koma út og gefa út bók mörgum árum síðar þegar hann væri fluttur úr landi. "Á tímum þar sem samkynhneigð er orðinn svo sjálfsagður hlutur, þar sem við sjáum þætti eins og Will og Grace og Queer eye for a straight guy í sjónvarpi - og þar sem við sjáum Hollywood myndir eins og Brokeback mountain í bíó - er þessi yfirlýsing Amaechi einfaldlega nauðaómerkileg og fær mig til að geyspa. Þessi auglýsingabrella fyrir bókina hans er jafn ómerkileg og ferill hans sem leikmaður," sagði blaðamaður Deseret News. Hinn skrautlegi Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er á sama máli. Hann gætir þess að fara mjög varlega í yfirlýsingum um samkynhneigð líkt og aðrir, en segir að samkynhneigður maður í NBA í dag hefði frábæra möguleika á að hagnast gríðarlega ef hann héldi rétt á spöðunum. "Möguleikarnir á allskonar auglýsingasamningum fyrir svona mann yrðu gríðarlegir. Kannski óttast einhver að samkynhneigður maður yrði útskúfaður í deildinni, en það jafnast ekkert á við þau hörðu viðbrögð sem menn allir hinir yrðu fyrir ef þeir myndu leyfa sér að setja út á samkynhneigðan mann í deildinni," sagði Cuban. Nokkrir leikmenn í NBA deildinni hafa tjáð sig um mál Amaechi yfir helgina og hafa sumar yfirlýsingarnar verið mjög skrautlegar, svo það er ef til vill ekki skrítið að Amaechi hafi beðið með að koma út úr skápnum þangað til hann hætti að spila. "Ég held að svona nokkuð væri óþægilegt fyrir menn í karlmannlegri íþrótt eins og körfubolta þar sem menn gera mikið af því að snerta hver annan og fara saman í sturtu. Mér er svosem alveg sama hvort maður er samkynhneigður eða ekki - bara ef hann heldur því fyrir sig," sagði Troy Hudson, leikmaður Minnesota. "Þetta er allt í lagi mín vegna - bara ef maðurinn reynir ekki einhvern hommaskap við mig. Ég held að ég gæti spilað með samkynhneigðum manni, en ég held að það væri dálítið vandræðalegt í búningsklefanum," sagði Shavlik Randolph, leikmaður Philadelphia 76ers. "Er hann samkynhneigður - í alvöru?" sagði Steven Hunter, leikmaður 76ers. "Ég horfi mikið á sjónvarp og ég sé fólk gera allskonar sjúka hluti og gifta menn vera að dilla sér með samkynhneigðum mönnum. Mér væri svosem sama þó ég spilaði með svona manni - bara ef hann reynir ekki við mig, spilar körfubolta og hagar sér eins og venjulegur og góður maður." NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Fyrrum NBA leikmaðurinn John Amaechi olli talsverðu fjaðrafoki í heimspressunni fyrir helgina þegar hann tilkynnti um samkynhneigð sína í ævisögu sinni sem kom í hillur á dögunum. Hann varð um leið fyrsti NBA leikmaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína, en ekki eru allir jafn hrifnir af yfirlýsingunni. Á meðan þorri fjölmiðla hefur skrifað um hugrekki þessa breska miðherja, eru sumir dálkahöfundar ekki jafn hrifnir. Blaðamenn sem skrifa um lið Utah Jazz eru í þessum hópi, en Amaechi spilaði lengst af með Jazz og skrifaði þar undir rúmlega 12 milljón dollara samning árið 2001. Amaechi var á sínum tíma gagnrýndur mjög harðlega eftir að hann skrifaði undir samninginn við Jazz og í pistli sem birtist í Salt Lake Tribune um helgina, var Amaechi útnefndur einn lélegasti leikmaður sem spilað hefði með liðinu. Leikmaðurinn viðurkenndi alltaf að hann hefði ekki gaman af því að spila körfubolta og félagar hans í liðinu sögðu að það hefði verið hægt að tala við hann um allt - nema körfubolta. Þetta féll ekki í ljúfan jarðveg hjá þjálfara liðsins Jerry Sloan, sem jarðaði tedrykkjumanninn Amaechi á endan á varamannabekk sínum og skipti honum svo í burtu frá liðinu árið 2003. Amaechi var þá skipt til Houston og síðar til New York, en hann hafði þá spilað sinn síðasta leik í NBA deildinni. Pistlahöfundurinn hjá Salt Lake Tribune reiknaði það út að Amaechi hefði fengið 5,660 dollara greidda fyrir hverja mínútu sem hann spilaði með liði Jazz, 21,879 dollara fyrir hvert skorað stig og 32,258 dollara fyrir hvert frákast sem hann hirti. Þessi skuggalega tölfræði sé nóg til að stimpla hann einn allra lélegasta leikmann sem spilað hafi með liðinu. Fleiri blaðamenn hafa skrifað harðorða pistla til að lýsa Amaechi sem leikmanni og margir eru á því að hann hefði frekar átt að koma út úr skápnum á meðan hann var enn að spila í deildinni - það hefði borið hugrekki hans vitni, frekar en að koma út og gefa út bók mörgum árum síðar þegar hann væri fluttur úr landi. "Á tímum þar sem samkynhneigð er orðinn svo sjálfsagður hlutur, þar sem við sjáum þætti eins og Will og Grace og Queer eye for a straight guy í sjónvarpi - og þar sem við sjáum Hollywood myndir eins og Brokeback mountain í bíó - er þessi yfirlýsing Amaechi einfaldlega nauðaómerkileg og fær mig til að geyspa. Þessi auglýsingabrella fyrir bókina hans er jafn ómerkileg og ferill hans sem leikmaður," sagði blaðamaður Deseret News. Hinn skrautlegi Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er á sama máli. Hann gætir þess að fara mjög varlega í yfirlýsingum um samkynhneigð líkt og aðrir, en segir að samkynhneigður maður í NBA í dag hefði frábæra möguleika á að hagnast gríðarlega ef hann héldi rétt á spöðunum. "Möguleikarnir á allskonar auglýsingasamningum fyrir svona mann yrðu gríðarlegir. Kannski óttast einhver að samkynhneigður maður yrði útskúfaður í deildinni, en það jafnast ekkert á við þau hörðu viðbrögð sem menn allir hinir yrðu fyrir ef þeir myndu leyfa sér að setja út á samkynhneigðan mann í deildinni," sagði Cuban. Nokkrir leikmenn í NBA deildinni hafa tjáð sig um mál Amaechi yfir helgina og hafa sumar yfirlýsingarnar verið mjög skrautlegar, svo það er ef til vill ekki skrítið að Amaechi hafi beðið með að koma út úr skápnum þangað til hann hætti að spila. "Ég held að svona nokkuð væri óþægilegt fyrir menn í karlmannlegri íþrótt eins og körfubolta þar sem menn gera mikið af því að snerta hver annan og fara saman í sturtu. Mér er svosem alveg sama hvort maður er samkynhneigður eða ekki - bara ef hann heldur því fyrir sig," sagði Troy Hudson, leikmaður Minnesota. "Þetta er allt í lagi mín vegna - bara ef maðurinn reynir ekki einhvern hommaskap við mig. Ég held að ég gæti spilað með samkynhneigðum manni, en ég held að það væri dálítið vandræðalegt í búningsklefanum," sagði Shavlik Randolph, leikmaður Philadelphia 76ers. "Er hann samkynhneigður - í alvöru?" sagði Steven Hunter, leikmaður 76ers. "Ég horfi mikið á sjónvarp og ég sé fólk gera allskonar sjúka hluti og gifta menn vera að dilla sér með samkynhneigðum mönnum. Mér væri svosem sama þó ég spilaði með svona manni - bara ef hann reynir ekki við mig, spilar körfubolta og hagar sér eins og venjulegur og góður maður."
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira