Sakaður um ólöglega lántöku 12. febrúar 2007 18:30 Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli. Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli.
Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels