Eins og að horfa á U2 tónleika með 10 áhorfendum 12. febrúar 2007 19:15 Stuðningsmenn Inter láta lokaða leikvanga ekki hafa áhrif á sig og mótmæltu í gær fyrir utan heimavöll Chievo í Verona AFP Blaðamaður Sports Illustrated sem fylgdist með leik Chievo og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í gær segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að horfa á margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins spila leik fyrir luktum dyrum. Grant Wahl hefur farið á fjölda leikja á Ítalíu í gegn um árin sem blaðamaður Sports Illustrated, en segist í pistli sínum aldrei hafa upplifað annað eins og í gær. Hann hitti líka stuðningsmenn beggja liða fyrir utan leikvanginn í Verona sem er einn margra valla sem lokaðir hafa verið fyrir áhorfendum eftir harmleikinn um daginn þegar lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur. "Ég hef fylgst með leikjum í amerísku atvinnudeildinni þar sem aðeins um 9.000 áhorfendur mættu á völlinn, en að sjá stjörnur á borð við Figo, Patrick Vieira, Hernan Crespo, Adriano og Marco Materazzi spila fyrir luktum dyrum var mjög sérstakt," sagði Wahl í pistli sínum. "Maður heyrði greinilega klapp í lófum leikmanna þegar þeir tókust í hendur fyrir leikinn og maður heyrði dynkinn þegar Adriano skaut boltanum í stöng og inn og skoraði fyrir Inter. Þetta var eins og að vera á U2 tónleikum með 10 áhorfendum. Þetta var súrrealísk upplifun, en um leið tómleg. Það vantaði alla sál í leikinn," skrifaði Wahl, en ef vel var hlustað mátti heyra baráttusöngva stuðningsmanna fyrir utan leikvanginn. Hann ræddi líka við bitra stuðningsmenn Chievo fyrir utan völlinn, en þeir þurfa nú að líða fyrir voðaverk nokkurra vitleysinga og fá ekki að mæta á leiki liðs síns í deildinni - þrátt fyrir að hafa verið kjörnir prúðustu stuðningsmennirnir á Ítalíu hvorki meira né minna en fimm ár í röð. "Við erum gríðarlega vonsvikin," sagði 19 ára gamall stuðningsmaður Chievo. "Við höfum verið prúðustu stuðningsmennirnir í ítalska boltanum í mörg ár og þetta bann kemur verst niður á þeim sem best hafa hagað sér," sagði hann, en í hópi stuðningsmanna Chievo mátti einnig sjá gamlan mann sem bar trefil um mittið sem á stóð "FORZA CHIEVO" Stuðningsmenn Inter voru jafn vonsviknir en létu bannið ekki hafa áhrif á sig þegar þeir ferðuðust nokkra klukkutíma til að fylgja liði sínu á útivöll - þó þeir fengju ekki einu sinni að reka nefið inn á völlinn. "Þetta hefur auðvitað gríðarleg áhrif á mitt líf, því er ekki að neita. Við eigum útileik gegn Palermo á Sikiley um næstu helgi, en ég ætla að mæta hvort sem ég fæ að fara inn á leikinn eða ekki," sagði einn gallharður stuðningsmaður Inter. Ástandið í ítalska fótboltanum er því vægast sagt skelfilegt og mikið má vera ef deildin nær aftur að rífa sig upp úr lægð óeirða og spillingarmála og vinna aftur sinn sess sem ein besta deildarkeppni í heiminum með þeim spænsku, ensku og þýsku. Ítalski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira
Blaðamaður Sports Illustrated sem fylgdist með leik Chievo og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í gær segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að horfa á margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins spila leik fyrir luktum dyrum. Grant Wahl hefur farið á fjölda leikja á Ítalíu í gegn um árin sem blaðamaður Sports Illustrated, en segist í pistli sínum aldrei hafa upplifað annað eins og í gær. Hann hitti líka stuðningsmenn beggja liða fyrir utan leikvanginn í Verona sem er einn margra valla sem lokaðir hafa verið fyrir áhorfendum eftir harmleikinn um daginn þegar lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur. "Ég hef fylgst með leikjum í amerísku atvinnudeildinni þar sem aðeins um 9.000 áhorfendur mættu á völlinn, en að sjá stjörnur á borð við Figo, Patrick Vieira, Hernan Crespo, Adriano og Marco Materazzi spila fyrir luktum dyrum var mjög sérstakt," sagði Wahl í pistli sínum. "Maður heyrði greinilega klapp í lófum leikmanna þegar þeir tókust í hendur fyrir leikinn og maður heyrði dynkinn þegar Adriano skaut boltanum í stöng og inn og skoraði fyrir Inter. Þetta var eins og að vera á U2 tónleikum með 10 áhorfendum. Þetta var súrrealísk upplifun, en um leið tómleg. Það vantaði alla sál í leikinn," skrifaði Wahl, en ef vel var hlustað mátti heyra baráttusöngva stuðningsmanna fyrir utan leikvanginn. Hann ræddi líka við bitra stuðningsmenn Chievo fyrir utan völlinn, en þeir þurfa nú að líða fyrir voðaverk nokkurra vitleysinga og fá ekki að mæta á leiki liðs síns í deildinni - þrátt fyrir að hafa verið kjörnir prúðustu stuðningsmennirnir á Ítalíu hvorki meira né minna en fimm ár í röð. "Við erum gríðarlega vonsvikin," sagði 19 ára gamall stuðningsmaður Chievo. "Við höfum verið prúðustu stuðningsmennirnir í ítalska boltanum í mörg ár og þetta bann kemur verst niður á þeim sem best hafa hagað sér," sagði hann, en í hópi stuðningsmanna Chievo mátti einnig sjá gamlan mann sem bar trefil um mittið sem á stóð "FORZA CHIEVO" Stuðningsmenn Inter voru jafn vonsviknir en létu bannið ekki hafa áhrif á sig þegar þeir ferðuðust nokkra klukkutíma til að fylgja liði sínu á útivöll - þó þeir fengju ekki einu sinni að reka nefið inn á völlinn. "Þetta hefur auðvitað gríðarleg áhrif á mitt líf, því er ekki að neita. Við eigum útileik gegn Palermo á Sikiley um næstu helgi, en ég ætla að mæta hvort sem ég fæ að fara inn á leikinn eða ekki," sagði einn gallharður stuðningsmaður Inter. Ástandið í ítalska fótboltanum er því vægast sagt skelfilegt og mikið má vera ef deildin nær aftur að rífa sig upp úr lægð óeirða og spillingarmála og vinna aftur sinn sess sem ein besta deildarkeppni í heiminum með þeim spænsku, ensku og þýsku.
Ítalski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira