Gerald Green sigraði í troðkeppninni 18. febrúar 2007 14:14 NordicPhotos/GettyImages Gerald Green frá Boston Celtics sigraði með glæsibrag í troðkeppninni í NBA sem haldin var um stjörnuhelgina í Las Vegas í nótt. Green þótti sýna bestu tilþrifin fyrir troðslur sínar fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af mönnum eins og Michael Jordan og fleiri fyrrum troðkóngum. Green leitaði í smiðju annars Boston-leikmanns og fyrrum troðkóngs í nokkrum af troðslum sínum en Green er með einn mesta stökkkraft allra leikmanna í NBA deildinni. Stóri maðurinn Dwight Howard hjá Orlando þótti einnig sýna lipra takta og ein troðslan hans fólst í því að hann teygði sig nánast upp á topp á spjaldinu áður en hann tróð boltanum. Það voru Green og Robinson sem mættust í úrslitum og Green hafði betur þegar hann stökk yfir ritaraborð sem stillt var upp í teignum og tróð með vindmyllu. Þessi troðsla fékk fullt hús frá dómurum. Jason Kapono frá Miami sigraði glæsilega í þriggja stiga skotkeppninni þegar hann fékk 24 stig af 30 mögulegum í úrslitum gegn ríkjandi meistaranum Dirk Nowitzki og Gilbert Arenas. Þessi 24 stig voru aðeins einu stigi frá metinu í keppninni sem er í eigu Craig Hodges sem vann keppnina þrisvar á sínum tíma. Kapono er með bestu þriggja stiga nýtinguna í deildinni í vetur. Dwyane Wade varði titil sinn í hæfileikakeppninni og lið Detroit var hlutskarpast í þrímenningskeppninni. Segja má að Charles Barkley hafi þó stolið senunni þegar hann hafði betur í spretthlaupi gegn dómaranum Dick Bavetta og gaf hann peningaverðlaunin sem hann fékk til góðgerðarmála. NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Gerald Green frá Boston Celtics sigraði með glæsibrag í troðkeppninni í NBA sem haldin var um stjörnuhelgina í Las Vegas í nótt. Green þótti sýna bestu tilþrifin fyrir troðslur sínar fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af mönnum eins og Michael Jordan og fleiri fyrrum troðkóngum. Green leitaði í smiðju annars Boston-leikmanns og fyrrum troðkóngs í nokkrum af troðslum sínum en Green er með einn mesta stökkkraft allra leikmanna í NBA deildinni. Stóri maðurinn Dwight Howard hjá Orlando þótti einnig sýna lipra takta og ein troðslan hans fólst í því að hann teygði sig nánast upp á topp á spjaldinu áður en hann tróð boltanum. Það voru Green og Robinson sem mættust í úrslitum og Green hafði betur þegar hann stökk yfir ritaraborð sem stillt var upp í teignum og tróð með vindmyllu. Þessi troðsla fékk fullt hús frá dómurum. Jason Kapono frá Miami sigraði glæsilega í þriggja stiga skotkeppninni þegar hann fékk 24 stig af 30 mögulegum í úrslitum gegn ríkjandi meistaranum Dirk Nowitzki og Gilbert Arenas. Þessi 24 stig voru aðeins einu stigi frá metinu í keppninni sem er í eigu Craig Hodges sem vann keppnina þrisvar á sínum tíma. Kapono er með bestu þriggja stiga nýtinguna í deildinni í vetur. Dwyane Wade varði titil sinn í hæfileikakeppninni og lið Detroit var hlutskarpast í þrímenningskeppninni. Segja má að Charles Barkley hafi þó stolið senunni þegar hann hafði betur í spretthlaupi gegn dómaranum Dick Bavetta og gaf hann peningaverðlaunin sem hann fékk til góðgerðarmála.
NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira