Sálfræðingur aðstoðar vitni í Baugsmálinu 20. febrúar 2007 18:43 Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu. Fréttir Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Sjá meira
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu.
Fréttir Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Sjá meira