Steve Nash vill kaupa hlut í Tottenham 21. febrúar 2007 08:15 Steve Nash er hér með Francesco Totti hjá Roma þegar Phoenix var á ferðalagi um Evrópu síðasta haust NordicPhotos/GettyImages Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua. NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira
Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua.
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira