BitTorrent ætla að selja löglegt efni 26. febrúar 2007 09:05 Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent. Torrent-skráaskiptaaðferðin hefur vaxið mjög í vinsældum á meðal þeirra sem skiptast ólöglega á bíómyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist og forritum yfir internetið en með tækninni er hægt að sækja skrár frá mörgum notendum í einu. Þar sem hver notandi hleður upp aðeins broti af skrá, broti sem eitt og sér er ekki höfundarréttarvarið, hafa samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali verið í miklum vandræðum með að hamla útbreiðslu skráa sem menn skiptast á með torrent-staðlinum. Hver notandi hleður niður skrá með endingunni .torrent úr gagnagrunnum vefsíðna og veitir sú skrá upplýsingar til torrent-forrits um hvaða búta eigi að sækja og hvaða tengdir notendur bjóða bútana. Um leið og notandi er kominn með einn bút af skrá getur hann svo miðlað henni áfram til annarra notenda og fyrir vikið getur náðst mikill hraði á torrent-niðurhali, sérstaklega ef margir eru að sækja skrána í einu sem oft er tilfellið með nýja sjónvarpsþætti og bíómyndir. Íslendingar hafa verið mjög duglegir að nýta sér torrent-tæknina og er starfrækt íslensk miðlun .torrent-skráa á vefsíðunni www.torrent.is. Þar eru yfir 10 þúsund notendur skráðir og meira en 2500 virkar .torrent-skrár í boði. Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent. Torrent-skráaskiptaaðferðin hefur vaxið mjög í vinsældum á meðal þeirra sem skiptast ólöglega á bíómyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist og forritum yfir internetið en með tækninni er hægt að sækja skrár frá mörgum notendum í einu. Þar sem hver notandi hleður upp aðeins broti af skrá, broti sem eitt og sér er ekki höfundarréttarvarið, hafa samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali verið í miklum vandræðum með að hamla útbreiðslu skráa sem menn skiptast á með torrent-staðlinum. Hver notandi hleður niður skrá með endingunni .torrent úr gagnagrunnum vefsíðna og veitir sú skrá upplýsingar til torrent-forrits um hvaða búta eigi að sækja og hvaða tengdir notendur bjóða bútana. Um leið og notandi er kominn með einn bút af skrá getur hann svo miðlað henni áfram til annarra notenda og fyrir vikið getur náðst mikill hraði á torrent-niðurhali, sérstaklega ef margir eru að sækja skrána í einu sem oft er tilfellið með nýja sjónvarpsþætti og bíómyndir. Íslendingar hafa verið mjög duglegir að nýta sér torrent-tæknina og er starfrækt íslensk miðlun .torrent-skráa á vefsíðunni www.torrent.is. Þar eru yfir 10 þúsund notendur skráðir og meira en 2500 virkar .torrent-skrár í boði.
Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent