Úrslit úr Hraðafimi í Meistaradeildinni 2. mars 2007 07:38 Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið. Sigurður Sigurðarson var með besta tímann eftir forkeppni en þrjár felldar hindranir urðu til þess að Viðar Ingólfsson, sem var með næst besta tímann en engar fellda hindrun skaust uppfyrir hann og var því efstur eftir forkeppnina. Sigurður var á Yl frá Akranesi og Viðar á hryssu úr ræktun fjölskyldunnar, Ingu frá Krossi. Sölvi Sigurðarson með Óða-Blesa frá Lundi sem virðist aldeilis ætla að fleyta þjálfara sínum og knapa langt í öllum þeim verkefnum sem þeir félagar taka sér fyrir hendur, voru í þriðja sætinu eftir forkeppni. Þorvaldur Árni og Fiðla frá Margrétarhofi voru í fjórða sætinu en Jóhann í því áttunda. Í úrslitum byrja allir með hreint borð og því var baráttan háð á ný og allt gat gerst. Jóhann lagði allt undir og reið Viktoríu frá Skammbeinsstöðum á besta tíma kvöldsins og einungis með eina fellda hindrun. Þessi tími var því sú viðmiðun sem knapar reyndu að ná í úrslitunum en engum tókst en Þorvaldur Árni var einungis einu sekúndubroti frá takmarkinu og með enga fellda hindrun sem þýddi það að ef Þorvaldur hefði jafnað tíma Jóhanns hefði það ýtt honum niður í þriðja sætið á refsistigum og Þorvaldur orðið sigurvegari. Viðar varð þriðji, Sölvi fjórði og Sigurbjörn Bárðarson fimmti. Mikil stemning var í höllinni og brautin prúðmannlega riðin og ekki mátti sjá grófa reiðmennsku þó síður sé. Þessi grein er sérstaklega áhorfendavæn, gengur hratt fyrir sig og reiðmennskan skiptir hér meira máli heldur en gæði hestsins að því marki að hesturinn sé beittur áfram, þjáll og lipur. Eftir keppni kvöldsins er Þorvaldur Árni búinn að koma sér vel fyrir á toppi deildarinnar með 22 stig. Sigurður Sigurðarson er annar með 17 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 16 stig. Stigakeppnin: 1 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22 stig 2 Sigurður Sigurðarson 17 stig 3 Viðar Ingólfsson 16 stig 4 Sölvi Sigurðarson 13 stig 5 Jóhann G. Jóhannesson 13 stig 6 Atli Guðmundsson 11 stig 7 Sigurbjörn Bárðarson 9 stig 8 Hinrik Bragason 5 stig 9 Hulda Gústafsdóttir 4 stig 10 Ríkharður Flemming Jensen 4 stig 11 Sigurður V. Matthíasson 2 Stig 12 Elsa Magnúsdóttir 1 Stig Lið Kaupþings hlaut flest stig í liðakeppni kvöldsins eða 80 talsins. Icelandair fylgdi fast á hælum þess með 79 stig, Málning hlaut 76 stig og Lið IB.is 69 stig. Heildarstigakeppnin stendur því þannig eftir þrjú fyrstu mótin: Lið Kaupþings 246 stig. Lið Málningar 231 stig. Lið Icelandair 227 stig. Lið IB.is 196 stig. Næsta mót verður haldið eftir tvær vikur, þann 15. mars, á nýjum tíma eða klukkan 19.00 en þá verður keppt í gæðingafimi. Hestar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið. Sigurður Sigurðarson var með besta tímann eftir forkeppni en þrjár felldar hindranir urðu til þess að Viðar Ingólfsson, sem var með næst besta tímann en engar fellda hindrun skaust uppfyrir hann og var því efstur eftir forkeppnina. Sigurður var á Yl frá Akranesi og Viðar á hryssu úr ræktun fjölskyldunnar, Ingu frá Krossi. Sölvi Sigurðarson með Óða-Blesa frá Lundi sem virðist aldeilis ætla að fleyta þjálfara sínum og knapa langt í öllum þeim verkefnum sem þeir félagar taka sér fyrir hendur, voru í þriðja sætinu eftir forkeppni. Þorvaldur Árni og Fiðla frá Margrétarhofi voru í fjórða sætinu en Jóhann í því áttunda. Í úrslitum byrja allir með hreint borð og því var baráttan háð á ný og allt gat gerst. Jóhann lagði allt undir og reið Viktoríu frá Skammbeinsstöðum á besta tíma kvöldsins og einungis með eina fellda hindrun. Þessi tími var því sú viðmiðun sem knapar reyndu að ná í úrslitunum en engum tókst en Þorvaldur Árni var einungis einu sekúndubroti frá takmarkinu og með enga fellda hindrun sem þýddi það að ef Þorvaldur hefði jafnað tíma Jóhanns hefði það ýtt honum niður í þriðja sætið á refsistigum og Þorvaldur orðið sigurvegari. Viðar varð þriðji, Sölvi fjórði og Sigurbjörn Bárðarson fimmti. Mikil stemning var í höllinni og brautin prúðmannlega riðin og ekki mátti sjá grófa reiðmennsku þó síður sé. Þessi grein er sérstaklega áhorfendavæn, gengur hratt fyrir sig og reiðmennskan skiptir hér meira máli heldur en gæði hestsins að því marki að hesturinn sé beittur áfram, þjáll og lipur. Eftir keppni kvöldsins er Þorvaldur Árni búinn að koma sér vel fyrir á toppi deildarinnar með 22 stig. Sigurður Sigurðarson er annar með 17 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 16 stig. Stigakeppnin: 1 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22 stig 2 Sigurður Sigurðarson 17 stig 3 Viðar Ingólfsson 16 stig 4 Sölvi Sigurðarson 13 stig 5 Jóhann G. Jóhannesson 13 stig 6 Atli Guðmundsson 11 stig 7 Sigurbjörn Bárðarson 9 stig 8 Hinrik Bragason 5 stig 9 Hulda Gústafsdóttir 4 stig 10 Ríkharður Flemming Jensen 4 stig 11 Sigurður V. Matthíasson 2 Stig 12 Elsa Magnúsdóttir 1 Stig Lið Kaupþings hlaut flest stig í liðakeppni kvöldsins eða 80 talsins. Icelandair fylgdi fast á hælum þess með 79 stig, Málning hlaut 76 stig og Lið IB.is 69 stig. Heildarstigakeppnin stendur því þannig eftir þrjú fyrstu mótin: Lið Kaupþings 246 stig. Lið Málningar 231 stig. Lið Icelandair 227 stig. Lið IB.is 196 stig. Næsta mót verður haldið eftir tvær vikur, þann 15. mars, á nýjum tíma eða klukkan 19.00 en þá verður keppt í gæðingafimi.
Hestar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira