Fótbolti

Robinho lánaður til heimalandsins?

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður brasilíska framherjans Robinho segir að forráðamenn Real Madrid ættu að fara að ákveða sig hvort þeir ætli að nota leikmanninn á næstunni, því hann sé með fjölda tilboða á borðinu um að fara sem lánsmaður til Brasilíu.

Robinho er einn margra leikmanna á Bernabeu sem hefur fallið úr náðinni hjá Fabio Capello þjálfara og margir vilja meina að hann sé jafnvel falur fyrir 12 milljónir punda.

"Ég hef heyrt að Real sé tilbúið að selja hann og ég held því að þeir ættu að drífa sig í að neita þeim orðrómi ef þeir vilja halda honum. Ég er í það minnsta með þrjú tilboð á borðinu frá liðum í Brasilíu sem vilja fá hann að láni," sagði umboðsmaðurinn.

Til greina kæmi að Robinho færi til Brasilíu í vor því þar byrjar deildarkeppnin strax í apríl og því næði hann að spila þar í nokkra mánuði áður en deildin á Spáni hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×