Uppörvandi fyrir hægri grænt framboð 4. mars 2007 18:30 Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. Búið er að ákveða nafn á þetta nýja framboð umhverfisverndarsinna en hvað það er hafa menn ekki viljað upplýsa. Heimildir fréttastofu herma að Ómar Ragnarsson muni leiða listann í Reykjavík norður og Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, í Reykjavík suður. Margrét vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði það vissulega mjög rökrétt. Hún staðfesti þó að Jakob Frímann Magnússon yrði á lista flokksins. Gallup könnun hefur verið gerð á fylgi við framboðið en niðurstöður hennar hafa ekki verið kunngjörðar. "Það eina sem ég get sagt er að þetta eru uppörvandi tölur. Þetta sýnir að það er hljómgrunnur fyrir svona framboði," sagði Ómar Ragnarsson í Silfri Egils í dag. Aðspurður hvort fylkingin muni ekki taka fylgi frá Samfylkingunni segir Ómar: "Nei, niðurstaðan verður alltaf þessi og það sýna skoðanakannanirnar að við tökum fylgi frá nánast öllum flokkum." Ómar segir að umhverfismálin hafi læstst inni á vinstri kantinum. "Markmiðið er bara eitt fyrir þessar kosningar, þess vegna er ég að hugsa um að leggja þessu lið, það er að breikka grænu fylkinguna til hægri frá miðjunni." Framboðið verður að öllum líkindum kynnt formlega eftir um tíu daga. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segir nýtt hægri grænt framboð ekki vondar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og óttast ekki að það taki fylgi frá sínum flokki. Umhverfismál eigi að vera þverpólitísk. "Þetta bara fer allt eftir stefnumálunum. Kjósendur eru skynsamir. Þeir skoða stefnu flokkanna, hvaða fólk er í framboði og fyrir hvað þessir flokkar standa og taka afstöðu út frá því." Fréttir Innlent Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. Búið er að ákveða nafn á þetta nýja framboð umhverfisverndarsinna en hvað það er hafa menn ekki viljað upplýsa. Heimildir fréttastofu herma að Ómar Ragnarsson muni leiða listann í Reykjavík norður og Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, í Reykjavík suður. Margrét vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði það vissulega mjög rökrétt. Hún staðfesti þó að Jakob Frímann Magnússon yrði á lista flokksins. Gallup könnun hefur verið gerð á fylgi við framboðið en niðurstöður hennar hafa ekki verið kunngjörðar. "Það eina sem ég get sagt er að þetta eru uppörvandi tölur. Þetta sýnir að það er hljómgrunnur fyrir svona framboði," sagði Ómar Ragnarsson í Silfri Egils í dag. Aðspurður hvort fylkingin muni ekki taka fylgi frá Samfylkingunni segir Ómar: "Nei, niðurstaðan verður alltaf þessi og það sýna skoðanakannanirnar að við tökum fylgi frá nánast öllum flokkum." Ómar segir að umhverfismálin hafi læstst inni á vinstri kantinum. "Markmiðið er bara eitt fyrir þessar kosningar, þess vegna er ég að hugsa um að leggja þessu lið, það er að breikka grænu fylkinguna til hægri frá miðjunni." Framboðið verður að öllum líkindum kynnt formlega eftir um tíu daga. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segir nýtt hægri grænt framboð ekki vondar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og óttast ekki að það taki fylgi frá sínum flokki. Umhverfismál eigi að vera þverpólitísk. "Þetta bara fer allt eftir stefnumálunum. Kjósendur eru skynsamir. Þeir skoða stefnu flokkanna, hvaða fólk er í framboði og fyrir hvað þessir flokkar standa og taka afstöðu út frá því."
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira