Menning

Hringur Tankados

Út er komin hjá Bjarti í kilju spennusagan Hringur Tankados eftir Dan Brown, höfund DaVinci lykilsins. Enginn höfundur á jafn auðvelt með að ná slíkum heljartökum á lesandum að hann sleppir ekki bókinni fyrr en að lestri loknum. Hringur Tankados er æsileg spennusaga sem sameinar forvitnilegt sögusvið og magnaða framvindu.

Þegar ofurtölva Öryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) nær ekki að lesa úr snilldarlega samsettu dulmálmálskerfi, er kallað á helsta sérfræðing stofnunarinnar, stærðfræðinginn Susan Fletcher. Hún kemst fljótlega að því, sér og öðrum valdamönnum Bandaríkjanna til mikillar skelfingar, að NSA er haldið í gíslingu - ekki með vopnum, heldur með óleysanlegum dulkóða.

Brátt er Susan flækt í mikinn vef lyga og svika þar sem ekki aðeins er um líf stofnunarinnar að tefla, heldur þarf hún að beita öllum tiltækum brögðum til að bjarga lífi sínu og sinna nánustu.

Þetta er bók sem margir hafa beðið eftir, eftir óumdeildan meistara hinnar úthugsuðu spennusögu!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×