Launaleynd hugsanlega aflétt 7. mars 2007 18:50 Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr." Fréttir Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira
Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr."
Fréttir Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira