Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar 9. mars 2007 18:20 Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna. Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira