Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð 13. mars 2007 18:30 Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna. Fréttir Innlent Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira