Viðskipti erlent

Viðsnúningur hjá General Motors

Rick Wagoner, forstjóri GM.
Rick Wagoner, forstjóri GM. Mynd/AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári.

Tekjur General Motors drógust hins vegar lítillega saman á tímabilinu. Þær námu 51,2 milljörðum dala, 3.480 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 51,7 milljarða dali, 3.515 milljarða dali á sama fjórðungi árið 2005, samkvæmt nýjustu afkomutölum fyrirtækisins.

Fritz Henderson, fjármálastjóri General Motors, segir viðsnúnginn hafa náðst með miklum uppsögnum í framleiðsludeildum fyrirtækisins en auk þess hafi verið dregið úr kostnaði við markaðsetningu.

Fyrirtækið sagði upp 34.000 starfsmönnum síðastliðið haust og ákvað að loka 12 verksmiðjum í kjölfar taprekstrar í fyrra.

Endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins er hvergi nærri lokið og gera greinendur í Bandaríkjunum ráð fyrir því að það muni skila áframhaldandi taprekstri á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×