Ég hata ekki homma í alvörunni 14. mars 2007 18:09 Tim Hardaway hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir dólgsleg ummæli sín í útvarpsþætti í síðasta mánuði. Þar sagðist hann hata homma. NordicPhotos/GettyImages Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley. NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley.
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira