Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi 15. mars 2007 05:14 Steve Nash sækir hér að félaga sínum og andstæðingi Dirk Nowitzki. Flestir eru sammála um að þessir tveir hafi verið bestu leikmennirnir í NBA í vetur. NordicPhotos/GettyImages Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira