Alls starfa nú átta konur hjá Sorphirðu Reykjavíkur, en það er mesti fjöldi kvenna við sorphirðu að vetri til hjá fyrirtækinu. Mikil ásókn er í afleysingavinnu á sumrin og hlutur kvenna hefur verið allt að 12 konur af 60 manna starfsliði. Mestur hefur fjöldinn verið tvær til þrjár konur á vetri er haft eftir Sigríði Ólafsdóttur rekstrarstjóra Sorphirðunnar á fréttavef Umhverfissviðs.
Sigríður telur það mikinn kost að vinnustaður sé blandaður. Andrúmsloftið verði bæði „líflegra og léttara."