Fjórir karlmenn og ein kona voru handtekin í austuborginni í gær eftir að meint fíkniefni fundust við húsleit í vistarverum þeirra. Talið er að um sé að ræða kókaín, neysluskammta af MDMA og maríjúana.
Fólkið er allt á þrítugsaldri og hefur verið sleppt úr haldi á meðan rannsókn málsins heldur áfram.
Lögreglumenn frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og ríkislögreglustjóra sameinuðust í aðgerðinni ásamt lögreglumönnum frá Sauðárkróki.