Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins og Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verða yfirheyrðir í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í morgun voru þeir Jón Lárusson lögreglumaður og Þórður Þórisson framkvæmdasjtóri 10/11 verslananna yfirheyrðir.
Við yfirheyrslur á miðvikudag bar Jónína Benediktsdóttir því við að Styrmir hefði bent henni á að segja Jóni Gerald Sullenberger að hafa samband við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttalögmann vegna ásakana á hendur Baugi.