Ísland næst frjósamast 20. mars 2007 09:48 MYND/Getty Images Fjölgun er milli ára á fæðingum á Íslandi og er hlutfallið 51 prósent drengir og 49 prósent stúlkur. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að frjósemi kvenna í Evrópu. Hins vegar fæðast fleiri börn utan hjónabands hérlendis en í nokkru öðru Evrópuríki. Fæðingaraldur hækkar jafnt og þétt og er nú 25-29 ára en var 20-24 ára fram til 1980. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um fæðingar á Íslandi 2006. Á síðasta ári fæddust 4.415 börn á Íslandi. Rúmlega 51 prósent voru drengir, en stúlkur tæp 49 prósent. Þetta er fjölgun frá árinu áður þegar 4.280 börn fæddust hér. Dregið hefur úr frjósemi í öllum Evrópulöndum. Hérlendis hefur frjósemi verið fremur stöðug síðasta áratug, um 2 börn á konu. Nú er Ísland í öðru sæti með 2,07 börn miðað við 2,05 árið 2005. Þá er átt við fjölda lifandi fæddra barna á hverja konu. Einungis eitt Evrópuland er með meiri frjósemi en Ísland,Tyrkland var með frjósemi 2,2 en frjósemi hérlendis má einkum rekja til aðkomufólks. Frjósemi mælist nú minnst í Austur-Evrópulöndum, en þar er frjósemi á bilinu 1,2 - 1,3. Athygli vekur að frjósemi á Norðurlöndum er há miðað við önnur Evrópulönd og er lækkunin mun hægari en í öðrum löndum Evrópu. Fyrir utan Ísland er frjósemi á Norðurlöndunum 1,8. Sífellt sjaldgæfara er að konur eigi börn áður en þær ná 25 ára aldri. Á sjöunda og áttunda áratugnum var meðalaldur frumbyrja tæplega 22 ár, en er nú 26,4 ár. Algengasti fæðingaraldurinn er nú frá 25-29 ára. Unglingamæðrum hefur fækkað jafnt og þétt. Fæðingartíðni hér á landi var lengi afar há meðal kvenna undir tvítugu og er nú aðeins 1,4 prósent miðað við 8,4 prósent á sjöunda áratugnum. Fleiri börn fæðast utan hjónabands á íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki. Aðeins þriðjungur fæðist í hjónabandi, rúm 34 prósent. Hins vegar hefur hlutfall barna sem fæðast innan óvígðrar sambúðar haldist stöðugt og er nú rúm 51 prósent. Fréttir Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Fjölgun er milli ára á fæðingum á Íslandi og er hlutfallið 51 prósent drengir og 49 prósent stúlkur. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að frjósemi kvenna í Evrópu. Hins vegar fæðast fleiri börn utan hjónabands hérlendis en í nokkru öðru Evrópuríki. Fæðingaraldur hækkar jafnt og þétt og er nú 25-29 ára en var 20-24 ára fram til 1980. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um fæðingar á Íslandi 2006. Á síðasta ári fæddust 4.415 börn á Íslandi. Rúmlega 51 prósent voru drengir, en stúlkur tæp 49 prósent. Þetta er fjölgun frá árinu áður þegar 4.280 börn fæddust hér. Dregið hefur úr frjósemi í öllum Evrópulöndum. Hérlendis hefur frjósemi verið fremur stöðug síðasta áratug, um 2 börn á konu. Nú er Ísland í öðru sæti með 2,07 börn miðað við 2,05 árið 2005. Þá er átt við fjölda lifandi fæddra barna á hverja konu. Einungis eitt Evrópuland er með meiri frjósemi en Ísland,Tyrkland var með frjósemi 2,2 en frjósemi hérlendis má einkum rekja til aðkomufólks. Frjósemi mælist nú minnst í Austur-Evrópulöndum, en þar er frjósemi á bilinu 1,2 - 1,3. Athygli vekur að frjósemi á Norðurlöndum er há miðað við önnur Evrópulönd og er lækkunin mun hægari en í öðrum löndum Evrópu. Fyrir utan Ísland er frjósemi á Norðurlöndunum 1,8. Sífellt sjaldgæfara er að konur eigi börn áður en þær ná 25 ára aldri. Á sjöunda og áttunda áratugnum var meðalaldur frumbyrja tæplega 22 ár, en er nú 26,4 ár. Algengasti fæðingaraldurinn er nú frá 25-29 ára. Unglingamæðrum hefur fækkað jafnt og þétt. Fæðingartíðni hér á landi var lengi afar há meðal kvenna undir tvítugu og er nú aðeins 1,4 prósent miðað við 8,4 prósent á sjöunda áratugnum. Fleiri börn fæðast utan hjónabands á íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki. Aðeins þriðjungur fæðist í hjónabandi, rúm 34 prósent. Hins vegar hefur hlutfall barna sem fæðast innan óvígðrar sambúðar haldist stöðugt og er nú rúm 51 prósent.
Fréttir Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira