Samfylkingin vill fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur 22. mars 2007 19:01 Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Á fundinum sátu formenn allra stjórnmálaflokkanna fyrir svörum, við spurningum sem samtökin telja sín hagsmunamál. Samfylkingin er eini flokkurinn sem svaraði játandi þeirri spurningu hvort næsta skref til lækkunar matvælaverðs yrði niðurfelling innflutningsverndar á landbúnaðarvörur. Formenn hinna flokkanna svöruðu því neitandi og sögðu það ekki tímabært. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar í byrjun mars ekki duga til. „Við þurfum að lækka innflutningstollana til þess að við getum borið okkur saman við hin Norðurlöndin," segir Ingibjörg. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að þeir myndu ekki fella niður innflutningsvernd nema í samræmi við alþjóðlega samninga. „Við teljum að það sé ekki hægt að gera það í bráð. Hins vegar er það alveg ljóst að innflutningsvernd verður minni í framtíðinni. Þetta er spurning um það með hvaða hætti og hvers konar aðlögun landbúnaðurinn fær," segir Geir. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem vill leyfa sölu léttvíns og öls í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir voru hjá Samfylkingu en formenn hinna flokkanna sögðu þvert nei. Kosningar 2007 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Á fundinum sátu formenn allra stjórnmálaflokkanna fyrir svörum, við spurningum sem samtökin telja sín hagsmunamál. Samfylkingin er eini flokkurinn sem svaraði játandi þeirri spurningu hvort næsta skref til lækkunar matvælaverðs yrði niðurfelling innflutningsverndar á landbúnaðarvörur. Formenn hinna flokkanna svöruðu því neitandi og sögðu það ekki tímabært. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar í byrjun mars ekki duga til. „Við þurfum að lækka innflutningstollana til þess að við getum borið okkur saman við hin Norðurlöndin," segir Ingibjörg. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að þeir myndu ekki fella niður innflutningsvernd nema í samræmi við alþjóðlega samninga. „Við teljum að það sé ekki hægt að gera það í bráð. Hins vegar er það alveg ljóst að innflutningsvernd verður minni í framtíðinni. Þetta er spurning um það með hvaða hætti og hvers konar aðlögun landbúnaðurinn fær," segir Geir. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem vill leyfa sölu léttvíns og öls í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir voru hjá Samfylkingu en formenn hinna flokkanna sögðu þvert nei.
Kosningar 2007 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira