Erlent

Bláber fyrirbyggja ristilkrabbamein

Getty Images

Bláber geta verkað fyrirbyggjandi á ristilkrabbamein. Þetta segja bandarískir vísindamenn. Berin innihalda náttúruleg andoxunarefni sem koma í veg fyrir að krabbamein þróist. Svipuð andoxunarefni finnast einnig í vínberjum. Vísindamennirnir, sem starfa við landbúnaðardeild Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum segja jafnvel mögulegt að koma þessum andoxunarefnum fyrir í töflum. Þangað til mæla vísindamennirnir með því að fólk sé duglegra við að borða bláber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×