Samtökin Hagur Hafnarfjarðar segja flesta fjölmiðla hafa sniðgengið staðreyndir og flutt fréttir frá Sól í Straumi gagnrýnislaust. Hins vegar sé ekki jafnræði í viðtölum til handa samtökunum og Sól í Straumi. Hagur Hafnarfjarðar er fylgjandi stækkun Álversins.
Í yfirlýsingu mótmæla samtökin rangfærslum frá Sól í Straumi og segja þær til þess ætlaðar að ala á tortryggni.
Þá telja samtökin Sól í Straumi reka stærstu og dýrustu kosningabaráttu hagsmunasamtaka hér á landi. Framtíðarlandið standi straum af auglýsingakostnaði gegn stækkun álversins. Þá sé Hafnarfjarðarleikhúsið að sýna uppfærslu á „áróðursverki Andra Snæs."
Í yfirlýsingunni kemur fram að á annað þúsund Hafnfirðinga eigi lífsafkomu sína undir álverinu eða fyrirtækjum í viðskiptum við það.
Hér fyrir neðan má nálgast fréttatilkynninguna í heild sinni.